Erlent

Mæður bornar á brott

Ari Brynjólfsson skrifar
Móðir borin á brott í gær í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna. Alls voru 600 manns handteknir.
Móðir borin á brott í gær í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna. Alls voru 600 manns handteknir. Visir/getty
Lögreglan fjarlægði með valdi mæður sem tóku þátt í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna í gær. Um er að ræða tveggja vikna mótmæli sem kennd eru við útrýmingu mannkyns þar sem mæður með börn á brjósti loka götum nálægt þinghúsinu til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Alls voru 600 manns handteknir í gær á þriðja degi mótmælanna.Boris Johnson forsætisráðherra hæddist að mótmælendunum og kallaði þá „ósamvinnuþýða andófsmenn“. Athygli vakti að Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra, mætti á mótmælin og túlkaði orð sonar síns sem gullhamra.Lögreglan í Lundúnum hefur kallað á liðsauka og hafa hundruð lögreglumanna úr öllum umdæmum á Englandi og Wales sent menn til höfuðborgarinnar vegna mótmælanna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.