Erlent

Hafnaði til­lögu Macron að fram­kvæmda­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Syllvie Goulard átti sæti á Evrópuþinginu frá 2009 til 2017 en hefur að undanförnu starfað innan franska seðlabankans.
Syllvie Goulard átti sæti á Evrópuþinginu frá 2009 til 2017 en hefur að undanförnu starfað innan franska seðlabankans. Getty
Meirihluti Evrópuþingsins hafnaði í hádeginu tillögu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Sylvie Goulard yrði næsti fulltrúi Frakklands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að 82 af þingmenn nefndar þingsins hafi greitt atkvæði gegn Goulard 29 með.

Þingmenn voru flestir óánægðir með svör Goulard í fyrstu yfirheyrslu hjá nefndinni þann 2. október en Evrópuþingið þarf að staðfesta alla nýja framkvæmdastjóra.

Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, hafði úthlutað Goulard að fara með málefni innri markaðarins innan framkvæmdastjórnarinnar, varnarmál og málefni er varða geiminn.

Óánægja þingmanna snerist að mestu um ásakanir um að Goulard hafi átt að notast við fjármuni ESB til að greiða laun aðstoðarmanns í Frakklandi frekar en á Evrópuþinginu. Goulard átti sæti á Evrópuþinginu frá 2009 til 2017 en hefur að undanförnu starfað innan franska seðlabankans.

Framkvæmdastjórn hinnar þýsku von der Leyen tekur við af framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker um næstu mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×