Erlent

Fimm stungnir í hnífa­á­rás í Manchester

Atli Ísleifsson skrifar
Verslunarmiðstöðin Arndale Center er að finna í miðborg Manchester.
Verslunarmiðstöðin Arndale Center er að finna í miðborg Manchester. Getty

Fimm manns voru stungnir í hnífárás manns í verslunarmiðstöð í ensku borginni Manchester í hádeginu.

Lögregla í Manchester hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um verknaðinn. Stendur til að yfirheyra manninn.

Enn hafa ekki borist neinar upplýsingar um dauðsföll en árásin átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Arndale Centre í miðborg Manchester. Miðstöðin var rýmd eftir að árásin var gerð.

Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hefur málið til rannsóknar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í tísti vera í áfalli vegna frétta af árásinni og að hugur hans væri hjá þeim sem særðust. Þá þakkaði hann öllum viðbragðsaðilum fyrir sín störf.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.