Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira