Erlent

Tíu ára stúlka lést eftir að hún kastaðist úr tívolí­tæki

Sylvía Hall skrifar
Stúlkan kastaðist úr tækinu í gærkvöld og var úrskurðuð látin klukkutíma síðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stúlkan kastaðist úr tækinu í gærkvöld og var úrskurðuð látin klukkutíma síðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Alvarlegt slys varð á Deerfield Township uppskeruhátíðinni í New Jersey þegar tíu ára stúlka kastaðist út úr tívolítæki á hátíðinni og lést. Um var að ræða tæki þar sem farþegar snúast ógnarhratt á snúningsdiski , en tækið kallast Extreme.Stúlkan kastaðist úr tækinu á laugardag klukkan 18:18 að staðartíma og lá fyrir að hún hefði slasast lífshættulega þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. Hún var flutt með sjúkraflugi á Cooper-háskólasjúkrahúsið þar sem hún var úrskurðuð látinn klukkutíma eftir að slysið varð.Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins en ekki er ljóst hvað varð til þess að stúlkan kastaðist úr tækinu. Fyrirtækið sem rekur tívolíið hefur fullyrt að ekkert hafi verið að tækinu á hátíðinni. Starfsmenn séu harmi slegnir yfir slysinu og votta aðstandendum stúlkunnar samúð sína.Skipuleggjendur hátíðarinnar aflýstu skrúðgöngu sem átti að fara fram í dag en önnur dagskrá var samkvæmt áætlun. Öll tívolítæki og önnur leiktæki yrðu þó lokuð þar til úttekt hefði verið gerð á þeim af viðurkenndum eftirlitsaðilum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.