Sport

Umdeildur sigur Packers gegn Lions

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Packers fagna.
Leikmenn Packers fagna. vísir/getty
Green Bay Packers fékk ansi væna aðstoð frá dómurunum í nótt er liðið lagði Detroit Lions, 23-22, í mánudagsleik NFL-deildarinnar.

Í tvígang var ranglega dæmt á Lions í síðari hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit andstæðings. Víti og endurnýjun sem Packers fékk þar.

Í lokasókn Packers kom seinni rangi dómurinn sem gerði það að verkum að Packers gat keyrt út klukkuna og skorað vallarmark um leið og tíminn rann út. Lions-menn voru brjálaðir yfir þessu ranglæti.





Green Bay er komið í 5-1 eftir þennan óverðskuldaða sigur en Lions er 2-2-1 þrátt fyrir frækna frammistöðu á Lambeau í nótt.

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði fyrir 283 jördum og tveimur snertimörkum. Kollegi hans hinum megin vallarins, Matthew Stafford, var með 265 jarda og ekkert snertimark.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×