Innlent

Ferðamaður ók í veg fyrir lögreglubíl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamaðurinn sem ók í veg fyrir lögreglubílinn greiddi 15 þúsund króna sekt á staðnum.
Ferðamaðurinn sem ók í veg fyrir lögreglubílinn greiddi 15 þúsund króna sekt á staðnum. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði erlendan ferðamann á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 um helgina. Ferðamaðurinn greiddi á annað hundrað þúsund krónur í sekt á staðnum.Þá fór betur en á horfðist þegar bifreið, sem ekið var á móti lögreglubifreið á Suðurnesjum um helgina, var skyndilega ekið yfir miðju vegar svo lögreglumaðurinn þurfti að hemla og sveigja til hliðar til að forða árekstri.Ökumaðurinn sem ók yfir á rangan vegarhelming reyndist vera erlendur ferðamaður og sagðist hann hafa verið að skyggnast um eftir húsi eða skilti. Hann greiddi 15 þúsund króna sekt á staðnum.Þá voru höfð afskipti af ökumanni með barn í bifreið sinni, sem sat á púða í aftursæti en án öryggisbeltis eða annars áskilins búnaðar. Tilkynning um málið var send barnaverndarnefnd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.