Lífið

Vinirnir komu saman á Instagram

Sylvía Hall skrifar
Óhætt er að segja að Friends séu á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta sögunnar.
Óhætt er að segja að Friends séu á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta sögunnar. Vísir/Getty
Aðdáendur þáttanna vinsælu fá eflaust hlýtt í hjartað við nýjustu og jafnframt fyrstu færslu Jennifer Aniston á Instagram. Þar eru allir vinirnir samankomnir, Rachel, Pheobe, Monica, Joey, Chandler og Ross, fimmtán árum eftir að þáttunum lauk.

Síðasti þáttur Friends var sýndur þann 6. maí árið 2004 en þrátt fyrir það hafa vinsældir þeirra aðeins aukist. Með tilkomu Netflix eru ófáir sem fylgjast reglulega með lífi sexmenninganna í New York-borg og njóta þeir vinsælda hjá mörgum sem voru jafnvel ekki fæddir þegar framleiðslu lauk.

Nú á dögunum birtu leikararnir myndir af hópnum af því tilefni að tuttugu og fimm ár eru liðinn frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Þá nýtti Courtney Cox, sem fer með hlutverk Monicu í þáttunum, tækifærið til þess að gera góðlátlegt grín að vinkonu sinni fyrir að vera ekki á Instagram.





Margir hafa lengi haldið í vonina um einhvers konar framhald þáttanna og sumir jafnvel talað um bíómynd. Leikararnir hafa ekki útilokað það sjálfir þrátt fyrir að margir aðstandendur þáttanna, þar á meðal annar aðalhöfundur þáttanna, sé ekki bjartsýnn á að það verði að veruleika.

„Við kláruðum þetta. Þetta er búið. Við viljum ekki sjá meira af þessu vegna þess að þættirnir enduðu vel fyrir alla,“ sagði David Crane á ráðstefnu á síðasta ári.

Þó að ekki sé útlit fyrir að þættirnir snúi aftur geta þó margir glaðst yfir því að sjá vinina aftur samankomna, þó það sé ekki nema á Instagram.



 
 
 
View this post on Instagram
And now we’re Instagram FRIENDS too. HI INSTAGRAM

A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Oct 15, 2019 at 6:03am PDT


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×