Sport

Þriðji boxarinn sem deyr á skömmum tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrick Day.
Patrick Day. vísir/getty
Bandaríski hnefaleikakappinn, Patrick Day, er látinn 27 ára gamall en hann slasaðist í bardaga um helgina.Day fékk þungt högg á höfuðið í bardaga gegn Charles Conwell um helgina en hann rotaðist í 10. lotu bardagans.Hann var sendur með hraði upp á sjúkrahús en ekki náðist að bjarga honum en bardaginn fór fram í Chicago.Margir sendu Day og fjölskyldu hans kveðjur á samfélagsmiðlum í gær en hann er þriðji boxarinn sem lætur lífið á skömmum tíma.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.