Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2019 20:45 Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, segir ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Stöð 2 Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira