Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2019 20:43 Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00