Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðar 2 klukkan 18:30.

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli á breska þinginu í dag þegar þingmenn studdu frekari frestun á Brexit. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnson. Honum sé ekki stætt á öðru en að sækja um frest. Við ræðum einnig við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og nýkjörinn varaformann VG. Hann hyggur á framboð í næstu alþingiskosningum. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikilvægt að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Staðan gæti komið illa við fyrirtæki sem ætla að stofna til nýrra viðskiptasambanda erlendis.

Einnig verður rætt við íslenskan Kúrda í samstöðugöngu sem haldin var í miðbænum í dag, við kynnum okkur mögulega hönnun á íslenskri geimferðastöð og heilsum upp á dýr sem eru farin að huga að hrekkjavökunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×