Erlent

Bein út­sending: Hver fær Nóbels­verð­launin í læknis­fræði?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901.
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901. vísir/getty
Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Fréttamannafundurinn fer fram í Stokkhólmi og verður í beinni útsendingu sem fylgjast má með í spilaranum hér fyrir neðan.





Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901 og hafa alls 216 einstaklingar hlotið verðlaunin.

Nóbelsverðlaunin verða afhent þann 10. desember næstkomandi en á morgun verður tilkynnt um það hver hlýtur verðlaunin í eðlisfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×