FBI segir Samuel Little skæðasta raðmorðingja í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 22:30 Samuel Little hefur margsinnis verið handtekinn en var ekki dæmdur fyrir morð fyrr en seint og um síðir. Vísir/FBI Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa. Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa.
Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08
Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49