Sport

Sæmundur vann brons á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sæmundur Guðmundsson
Sæmundur Guðmundsson mynd/kraftlyftingasamband íslands

Sæmundur Guðmundsson vann bronsverðlaun á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fram fer í Suður-Afríku þessa dagana.

Sæmundur keppir í -74kg flokki karla á aldrinum 60-69 ára.

Hann lyfti 155kg í hnébeygju, 110kg í bekkpressu og 195kg í réttstöðulyftu. Hann fékk brons í öllum greinunum fyrir sig og samanlögð 460kg sem hann lyfti tryggðu honum einnig bronsverðlaun í samanlögðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.