Innlent

Stal á­fengi í sam­komu­húsi í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. vísir/vilhelm
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í samkomuhúsi í Mosfellsbæ um miðnætti. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rúða hafi þar verið brotin og leiki grunur á að áfengi hafi verið stolið.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fimm bílum þar sem ökumenn voru ýmist grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í Tryggvagötu í Reykjavík skömmu eftir klukkan 18.  Þar hjólaði hjólreiðamaður aftan á bíl sem hafði stöðvað.  „Sjúkrabifreið kom á vettvang þar sem hjólreiðamaðurinn hafði fengið höfuðhögg.  Ekki vitað nánar um meiðsl.  Einhverjar skemmdir á bifreið og hjóli,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.