Sport

Þrjú silfur og tvö brons hjá Íslandi á Norður Evrópumótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hluti íslensku sigurvegaranna.
Hluti íslensku sigurvegaranna. mynd/fimleikasambandið

Síðari dagur Norður Evrópumótsins í áhaldafimleikum fór fram í dag en mótið var haldið um helgina í húsi Gerplu í Kópavogi.

Keppendur frá sjö löndum tóku þátt en keppendurnir komu frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Skotlandi og Wales.

Jónas Ingi Þórisson náði í silfur á gólfi í karlaflokki en hann deildi öðru sætinu með Kelvin Cham frá Skotlandi. Þeir fengu 13.200 stig en sigurvegarinn, Sofus Heggemsnes frá Noregi, fékk 13.850 stig.

Jónas Ingi var í 3. sæti í stökki er hann fékk 13.475 stig. Hann var einungis 0.15 stigum á eftir Emil Barber frá Wales, sem hlaut 13.625 stig.

Irina Sazonova fékk silfur á tvíslá er hún hafnaði 0,2 sigum á eftir Emily Thomas frá Wales sem hlaut 12.650 stig. Irina er ný komin úr barnaeignarfríi en hún eignaðist barn fyrir rúmum sjö mánuðum síðan.

Irina fékk sín önnur verðlaun á gólfi en hún framkvæmdi allar æfingar sína næstum frádráttarlaust og tryggði sér 2. sætið með einkunnina 12.350, einungis 0.2 stigum á eftir Emily Thomas frá Wales.

Síðasta bronsið féll svo í skaut Valgarð Reinhardssonar sem fékk brons eftir æfingar á svifránni. Þar fékk 12.950 stig en Það var Joe Cernlyn-Jones frá Wales sem hlaut gullverðlaunin með 13.250 stig.

Nánari úrslit hjá íslensku keppendunum má finna á síðu frjálsíþróttasambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.