Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjúk­linga­bringum úr Krónunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var oftast á ferð í verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann stal meðal annars 59 pakkningum af kjúklingabringum.
Maðurinn var oftast á ferð í verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann stal meðal annars 59 pakkningum af kjúklingabringum. vísir/vilhelm
Karlmaður var fyrir helgi dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekaðan þjófnað úr matvöruverslunum frá því í mars á þessu ári þar til í júlí.

Maðurinn var oftast á ferð í verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann stal meðal annars 59 pakkningum af kjúklingabringum.

Þá var hann einnig eitt sinn á ferð í Krónunni á Selfossi sem og Bónus þar í bæ þar sem hann stal ýmsum vörum og matvörum í félagi við annan mann sem fyrr á árinu hlaut einnig fangelsisdóm fyrir ítrekaðan þjófnað úr verslunum.

Maðurinn neitaði sök í öllum ákæruliðum en dómurinn taldi sannað að hann hefði gerst sekur um þann þjófnað sem hann var ákærður fyrir, meðal annars með vísan til myndbandsupptaka úr verslununum.

Maðurinn var hins vegar sýknaður af einum lið ákærunnar sem sneri að því að hann hefði ekki tryggt bíl sem hann hafði til umráða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×