Erlent

Átta ung­börn fórust í bruna á fæðingar­deild

Atli Ísleifsson skrifar
Sjúkrahúsið er að finna í nænum El Oued.
Sjúkrahúsið er að finna í nænum El Oued. Getty
Átta ungbörn eru látin eftir að mikill eldur braust út á fæðingardeild sjúkrahúss í Alsír. Sjúkrahúsið er að finna í bænum El Oued, ekki langt frá túnísku landamærunum, og 580 kílómetrum suðvestur af höfuðborginni Algeirsborg.

AP segir frá því að eldurinn hafi blossað upp klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Að sögn talsmanns slökkviliðs tókst að bjarga ellefu börnum, 107 konum og 28 starfsmönnum sjúkrahússins. Sum börnin urðu eldinum að bráð, en önnur létust vegna reykeitrunar.

Noureddine Bedoui, forsætisráðherra Alsírs, hefur fyrirskipað rannsókn á eldsvoðanum en heilbrigðisráðherra landsins segir að eldurinn kunni að hafa orsakast af tæki sem ætlað sé til að halda moskítóflugum í burtu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×