Innlent

Ragnar Auðun nýr for­maður VG í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Ný stjórn Vinstri grænna í Reykjavík. Ragnar  Auðun er fjórði frá hægri á myndinni.
Ný stjórn Vinstri grænna í Reykjavík. Ragnar Auðun er fjórði frá hægri á myndinni. VG
Ragnar Auðun Árnason, 24 ára stjórnmálafræðingur, var kosinn nýr formaður Vinstri grænna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Hann tekur við stöðunni af Steinari Harðarsyni.

Í tilkynningu frá flokknum segir að Ragnar Auðun hafi verið virkur í VG síðan árið 2012 og meðal annars gegnt stöðu talsmanns Ungra Vinstri grænna.

„Meðstjórnendur í nýrri stjórn VG í Reykjavík eru Sigrún Jóhannsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Ólína Linda Sigurðardóttir, Guy Conan Stewart og Gerður Gestsdóttir. Varamenn eru Baldvin Már Baldvinsson og Elva Hrönn Hjartardóttir.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru kosnir á þriðja hundrað fulltrúar og varafulltrúar á landsfund VG sem fer fram 18.-20. október í Reykjavík.

Steinari Harðarsyni, fráfarandi formanni VG í Reykjavík voru þökkuð vel unnin störf í þágu Vinstri grænna, en hann hefur verið formaður VGR síðustu tvö ár,“ segir í tilkynningunni.

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður.vg
Ragnar Auðun Árnason.vg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×