„Sárara en tárum taki“ að horfa upp á framkomu nefndarmanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira