Sport

Má ekki spila með 30 milljón króna úr í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Beckham með úrið dýra. Mjög eðlilegt að spila með það.
Hér má sjá Beckham með úrið dýra. Mjög eðlilegt að spila með það. vísir/getty
NFL-stjarnan Odell Beckham Jr. hjá Cleveland Browns hóf leiktíðina á því að spila gegn Tennessee með úr sem kostar rúmar 30 milljónir króna.Þetta var appelsínugult úr hannað af Richard Mille. Úrið hjálpaði honum lítið því liðið hans skíttapaði, 43-13.Leikmenn í NFL-deildinni mega spila með skartgripi en ekki harða hluti eins og armbandsúr.Þjálfari Cleveland, Freddie Kitchens, sagðist ekki hafa hugmynd um að Beckham hefði spilað með þetta úr en bætti við að liðið færi að sjálfsögðu eftir því sem deildin segði þeim að gera.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.