Forseti Íslands hvetur þingheim til hugrekkis og forðast að ala á ótta Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 21:30 Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi. Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi.
Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30
Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15