Varnarsigur sjóræningjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2019 11:00 Carolina Panthers fer illa af stað á nýju keppnistímabili í NFL-deildinni. Liðið hefur tapað báðum fyrstu leikjunum sínum en í nótt lá það fyrir Tampa Bay Buccaneers, 20-14. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni og var því mikið í húfi. Jameis Winston, leikstjórnandi gestanna, hefur oft spilað betur en gaf þó eina snertimarkssendingu í leiknum auk þess sem að hlauparinn Peyton Barber skoraði eitt snertimark. Winston náði að halda sér á mottunni í leiknum, kastaði boltanum ekki í hendur andstæðings, og var með samtals 208 sendingajarda - þar af fékk Chris Godwin 121 jarda í átta sendingum. Sendingar Winston heppnuðust þó aðeins í sextán skipti af 25 tilraunum. Vörn Tampa Bay náði að halda Newton og sóknarliði Panthers algerlega niðri. Tólf af fjórtán stigum heimamanna komu frá sparkaranum Joey Slye auk þess sem að vörn Panthers þvingaði eitt sjálfsmark hjá Buccaneers. En þrátt fyrir það var Newton í lykilstöðu undir lok leiksins og gat tryggt sínum mönnum sigur. Hann fékk boltann þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og kom sínum mönnum niður að endamarki Buccaneers. En allt kom fyrir ekki. Christian McCaffrey hljóp með boltann þegar komið var að fjórðu tilraun, náði ekki endurnýjun og þar við sat. Buccaneers fékk því ekki á sig snertimark í leiknum í nótt og hefur aðeins fengið eitt á sig á tímabilinu til þessa.What a stop by the @Buccaneers defense! #GoBucs#TBvsCAR : @nflnetwork : NFL app // Yahoo Sports WATCH: https://t.co/32PKxts362pic.twitter.com/reLh7UXkQE — NFL (@NFL) September 13, 2019 Panthers á nú erfitt tímabil fyrir höndum og þarf að komst fljótt á beinu brautina, ætli liðið sér að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Carolina Panthers fer illa af stað á nýju keppnistímabili í NFL-deildinni. Liðið hefur tapað báðum fyrstu leikjunum sínum en í nótt lá það fyrir Tampa Bay Buccaneers, 20-14. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni og var því mikið í húfi. Jameis Winston, leikstjórnandi gestanna, hefur oft spilað betur en gaf þó eina snertimarkssendingu í leiknum auk þess sem að hlauparinn Peyton Barber skoraði eitt snertimark. Winston náði að halda sér á mottunni í leiknum, kastaði boltanum ekki í hendur andstæðings, og var með samtals 208 sendingajarda - þar af fékk Chris Godwin 121 jarda í átta sendingum. Sendingar Winston heppnuðust þó aðeins í sextán skipti af 25 tilraunum. Vörn Tampa Bay náði að halda Newton og sóknarliði Panthers algerlega niðri. Tólf af fjórtán stigum heimamanna komu frá sparkaranum Joey Slye auk þess sem að vörn Panthers þvingaði eitt sjálfsmark hjá Buccaneers. En þrátt fyrir það var Newton í lykilstöðu undir lok leiksins og gat tryggt sínum mönnum sigur. Hann fékk boltann þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og kom sínum mönnum niður að endamarki Buccaneers. En allt kom fyrir ekki. Christian McCaffrey hljóp með boltann þegar komið var að fjórðu tilraun, náði ekki endurnýjun og þar við sat. Buccaneers fékk því ekki á sig snertimark í leiknum í nótt og hefur aðeins fengið eitt á sig á tímabilinu til þessa.What a stop by the @Buccaneers defense! #GoBucs#TBvsCAR : @nflnetwork : NFL app // Yahoo Sports WATCH: https://t.co/32PKxts362pic.twitter.com/reLh7UXkQE — NFL (@NFL) September 13, 2019 Panthers á nú erfitt tímabil fyrir höndum og þarf að komst fljótt á beinu brautina, ætli liðið sér að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira