Varnarsigur sjóræningjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2019 11:00 Carolina Panthers fer illa af stað á nýju keppnistímabili í NFL-deildinni. Liðið hefur tapað báðum fyrstu leikjunum sínum en í nótt lá það fyrir Tampa Bay Buccaneers, 20-14. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni og var því mikið í húfi. Jameis Winston, leikstjórnandi gestanna, hefur oft spilað betur en gaf þó eina snertimarkssendingu í leiknum auk þess sem að hlauparinn Peyton Barber skoraði eitt snertimark. Winston náði að halda sér á mottunni í leiknum, kastaði boltanum ekki í hendur andstæðings, og var með samtals 208 sendingajarda - þar af fékk Chris Godwin 121 jarda í átta sendingum. Sendingar Winston heppnuðust þó aðeins í sextán skipti af 25 tilraunum. Vörn Tampa Bay náði að halda Newton og sóknarliði Panthers algerlega niðri. Tólf af fjórtán stigum heimamanna komu frá sparkaranum Joey Slye auk þess sem að vörn Panthers þvingaði eitt sjálfsmark hjá Buccaneers. En þrátt fyrir það var Newton í lykilstöðu undir lok leiksins og gat tryggt sínum mönnum sigur. Hann fékk boltann þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og kom sínum mönnum niður að endamarki Buccaneers. En allt kom fyrir ekki. Christian McCaffrey hljóp með boltann þegar komið var að fjórðu tilraun, náði ekki endurnýjun og þar við sat. Buccaneers fékk því ekki á sig snertimark í leiknum í nótt og hefur aðeins fengið eitt á sig á tímabilinu til þessa.What a stop by the @Buccaneers defense! #GoBucs#TBvsCAR : @nflnetwork : NFL app // Yahoo Sports WATCH: https://t.co/32PKxts362pic.twitter.com/reLh7UXkQE — NFL (@NFL) September 13, 2019 Panthers á nú erfitt tímabil fyrir höndum og þarf að komst fljótt á beinu brautina, ætli liðið sér að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Carolina Panthers fer illa af stað á nýju keppnistímabili í NFL-deildinni. Liðið hefur tapað báðum fyrstu leikjunum sínum en í nótt lá það fyrir Tampa Bay Buccaneers, 20-14. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni og var því mikið í húfi. Jameis Winston, leikstjórnandi gestanna, hefur oft spilað betur en gaf þó eina snertimarkssendingu í leiknum auk þess sem að hlauparinn Peyton Barber skoraði eitt snertimark. Winston náði að halda sér á mottunni í leiknum, kastaði boltanum ekki í hendur andstæðings, og var með samtals 208 sendingajarda - þar af fékk Chris Godwin 121 jarda í átta sendingum. Sendingar Winston heppnuðust þó aðeins í sextán skipti af 25 tilraunum. Vörn Tampa Bay náði að halda Newton og sóknarliði Panthers algerlega niðri. Tólf af fjórtán stigum heimamanna komu frá sparkaranum Joey Slye auk þess sem að vörn Panthers þvingaði eitt sjálfsmark hjá Buccaneers. En þrátt fyrir það var Newton í lykilstöðu undir lok leiksins og gat tryggt sínum mönnum sigur. Hann fékk boltann þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og kom sínum mönnum niður að endamarki Buccaneers. En allt kom fyrir ekki. Christian McCaffrey hljóp með boltann þegar komið var að fjórðu tilraun, náði ekki endurnýjun og þar við sat. Buccaneers fékk því ekki á sig snertimark í leiknum í nótt og hefur aðeins fengið eitt á sig á tímabilinu til þessa.What a stop by the @Buccaneers defense! #GoBucs#TBvsCAR : @nflnetwork : NFL app // Yahoo Sports WATCH: https://t.co/32PKxts362pic.twitter.com/reLh7UXkQE — NFL (@NFL) September 13, 2019 Panthers á nú erfitt tímabil fyrir höndum og þarf að komst fljótt á beinu brautina, ætli liðið sér að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira