Sólveig Anna segir álagið á bráðamóttökunni vera skýrar afleiðingar nýfrjálshyggju Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 15:42 Sólveig Anna gefur lítið fyrir tal pólitíkusa um eina þjóð. Hún segir stjórnvöld leyfa fámennum hópi að græða. Vísir/Vilhelm Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43