Erlent

Einn látinn eftir skot­á­rás í út­hverfi Kaup­manna­hafnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla er nú með málið til rannsóknar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Lögregla er nú með málið til rannsóknar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty
Einn er látinn og annar alvarlega særður eftir skotárás í Ishøj í útjaðri Kaupmannahafnar.Þetta kemur fram í fréttum danska ríkisútvarpsins, DR. Þar segir einnig að þriðji maður sé lítillega særður eftir skotárásina.Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú málið sem uppgjör glæpagengja. Þungvopnað lögreglulið er nú á svæðinu.Myndir af vettvangi sýna svartan bíl með að minnsta kosti eina brotna rúðu og kúlnaför við á ökumannshlið bílsins.Málsatvik eru enn nokkuð óljós, samkvæmt frétt DR, en hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Kaupmannahöfn til aðhlynningar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.