Sport

Crossfit goðsögnin hélt upp á stórafmæli sitt á pítsustað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir
Crossfit konan Anníe Mist Þórisdóttir á stórafmæli í vikunni því hún heldur upp á þrítugsafmælið sitt á miðvikudaginn. Anníe Mist hélt hins vegar veisluna sína um helgina.Anníe Mist Þórisdóttir var ekki aðeins fyrsti Íslendingurinn til að vinna heimsleikana í CrossFit heldur var hún fyrsta konan til að vinna þá tvisvar og fyrsta konan til að komast fimm sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit.Anníe Mist Þórisdóttir er sannkölluð goðsögn í crossfit heiminum og vinamörg og það var því góðmennt í afmælisveislunni. Staðsetning veislunnar vakti smá athygli og Anníe Mist hafði húmor fyrir því.Íþróttamenn eins og Anníe Mist Þórisdóttir eiga fáa „svindldaga“ þegar kemur að mataræði enda mega þeir ekkert slaka á ætli þeir að halda sér við toppinn í CrossFit heiminum. Það var því smá mótsögn að CrossFit goðsögn eins og Anníe Mist haldi upp á þrítugsafmælið sitt á pítsustað.Anníe Mist hélt nefnilega veisluna sína á Blackbox Pizzeria í Borgartúninu. Anníe gantaðist með staðsetninguna í færslu á Instagram síðunni sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að halda upp á afmælið mitt á pizza stað og ég lét loksins verða að því þegar ég var þrítug. Ég er svo rík. Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt í að gera gærdaginn eins góðan og hann var,“ skrifaði Anníe Mist.„Þetta var kvöld sem ég gleymi aldri. Frábærir skemmtikraftar og vinir sem skemmtu sér saman. Jón Jónsson og Eyþór Ingi eru svo svo góðir,“ skrifaði Anníe Mist. Söngvararnir Jón Ragnar Jónsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson skemmtu í veislunni.Hún bauð gestum upp á pizzzu, ís og nammi í veislunni eða sannkallaðan svindl dag fyrir marga í veislunni sem eru á fullu í CrossFit. Þar á meðal var Katrín Tanja Davíðsdóttir.„Ég er svo þakklát fyrir fólkið í mínu lífi. Spennt fyrir hundrað árum í viðbót með þeim,“ skrifaði Anníe Mist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.