Sport

Eli Manning búinn að missa byrjunarliðssætið sitt til nýliðans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eli Manning
Eli Manning Getty/ Sarah Stier
Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda.Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár.New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum.Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik.„Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu.Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.