Sport

Zeke verður launahæsti hlaupari allra tíma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zeke fær að borða eftir allt saman. Hann er því kátur.
Zeke fær að borða eftir allt saman. Hann er því kátur. vísir/getty
Eftir mikið japl, jaml og fuður hefur hlauparinn Ezekiel Elliott loksins náð samningum við Dallas Cowboys. Hann fær líka engan smá samning hjá Kúrekunum.

Elliott bætir sex árum við samninginn við félagið og er því samningsbundinn til næstu átta ára.

Hann fær 90 milljónir dollara, 11,4 milljarða króna, fyrir þessa sex ára viðbót og verður um leið launahæsti hlaupari deildarinnar frá upphafi.

Á þessum átta árum fer hann í 103 milljónir dollara og er hann fyrsti leikmaður Cowboys sem fær yfir 100 milljón dollara samning. Hann ætti því að vera sáttur og vonandi saddur. Það sem meira er þá er hann öruggur með að fá 50 milljónir dollara af þessum samningi en það gerir litla 6,3 milljarða íslenskra króna.

Zeke er 24 ára gamall og er að fara að hefja sitt þriðja tímabil í deildinni. Hann hefur hlaupið frábærlega fyrstu árin og hefur alla burði til þess að vera besti hlaupari deildarinnar næstu árin.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×