Lífið

Katrín Tanja birtir fleiri kroppamyndir frá myndatöku ESPN

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja
Crossfit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir situr fyrir í nýjasta tölublaði af Body Issue ESPN. Myndirnar komu fyrst fram í opinberri birtingu í vikunni eins og Vísir greindi frá.Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein af risastjörnunum í greininniESPN blaðið sjálft kemur út í dag en Katrín Tanja birtir sjálft nokkrar myndir á Instagram-síðu sinni.„Þetta er ein af þeim reynslum sem ég mun horfa til baka í framtíðinni og hugsa, vá ég gerði þetta bara,“ segir Katrín Tanja á Instagram.Myndirnar af Katrínu Tönju voru teknar á frægum ferðamannastöðum á suðurlandi Íslands eins og við Seljalandsfoss og í klettunum við Reynisfjöru.Hér að neðan má sjá færslur Katrínar af Instagram-síðu hennar en crossfit-stjarnan er með 1,6 milljónir fylgjenda þar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.