Lífið

Katrín Tanja birtir fleiri kroppamyndir frá myndatöku ESPN

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja

Crossfit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir situr fyrir í nýjasta tölublaði af Body Issue ESPN. Myndirnar komu fyrst fram í opinberri birtingu í vikunni eins og Vísir greindi frá.

Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein af risastjörnunum í greininni

ESPN blaðið sjálft kemur út í dag en Katrín Tanja birtir sjálft nokkrar myndir á Instagram-síðu sinni.

„Þetta er ein af þeim reynslum sem ég mun horfa til baka í framtíðinni og hugsa, vá ég gerði þetta bara,“ segir Katrín Tanja á Instagram.

Myndirnar af Katrínu Tönju voru teknar á frægum ferðamannastöðum á suðurlandi Íslands eins og við Seljalandsfoss og í klettunum við Reynisfjöru.

Hér að neðan má sjá færslur Katrínar af Instagram-síðu hennar en crossfit-stjarnan er með 1,6 milljónir fylgjenda þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.