Lífið

Katie Holmes og Jamie Foxx hætt saman

Sylvía Hall skrifar
Holmes og Foxx saman í fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunahátíðina árið 2018.
Holmes og Foxx saman í fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunahátíðina árið 2018. Vísir/Getty
Sex ára sambandi leikkonunnar Katie Holmes og fjöllistamannsins Jamie Foxx er nú lokið að sögn heimildarmanna People. Parið hefur verið saman frá árinu 2013 þó það hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu.Þrátt fyrir að parið hafi tekið saman árið 2013 og sögusagnir fóru að fara á flakk um samband þeirra fljótlega eftir það fóru þau ekki að sjást reglulega opinberlega saman fyrr en árið 2017. Þá sást til þeirra úti að borða og að njóta lífsins á ströndinni í Malibu en talið var að Holmes hafi þurft að fara leynt með samband sitt eftir skilnaðinn við Tom Cruise árið 2012. 

Parið ásamt rapparanum Cardi B á Met Gala í ár.Vísir/Getty
Að sögn heimildarmannsins lauk sambandi þeirra í maí, í sama mánuði og þau mættu saman á Met Gala. Var það í fyrsta sinn sem þau voru ljósmynduð saman á opinberum viðburði sem par. Áður höfðu þau verið saman í fyrirpartý Clive Davis fyrir Grammy verðlaunahátíðina en mættu þó í sitthvoru lagi.Leyndin yfir sambandinu gerði fjölmiðlum oft erfitt fyrir og voru misvísandi sögur um samband þeirra. Á meðan margir sögðu sambandið alvarlegt og orðrómur um mögulega trúlofun, og jafnvel brúðkaup, fór á flakk stigu aðrir heimildarmenn og sögðu parið einungis vera góða vini. Nú hefur verið staðfest að þau voru vissulega saman, og hafa nú hætt saman.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.