Glamour

Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman

Ritstjórn skrifar
Katie og Jamie eru glæsilegt par.
Katie og Jamie eru glæsilegt par.
Eftir þrjú ár af sögusögnum án sannana er loksins hægt að staðfesta að Katie Holmes og Jamie Foxx séu par. Það sást til þeirra á meðan þau voru úti að borða saman. 

Fjölmiðlar hafa lengi haldið því fram að þau séu saman. Það var Claudia Jordan, vinkona Jamie Foxx og fyrrum raunveruleikastjarna, sem sagði frá því í viðtali í fyrra að hann og Holmes væru par og að þau væru hamingjusöm saman. Katie hefur ekki verið bendluð við neinn annan eftir skilnað hennar og Tom Cruise. 

Á seinasta ári var einnig fjallað um að þau hefðu gift sig í laumi þar sem þau sáust bæði með hringa á baugfingri. Það er í raun ótrúlegt hversu lengi þau hafa náð að halda sambandi þeirra svo leyndu enda eru þau bæði þekkt og reglulega elt af papparazzi.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.