Körfubolti

ÍR-ingar eiga gott í vændum ef nýi leikmaðurinn spilar eins og gegn Íslandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Kovac með boltann í leiknum gegn Íslandi í gær.
Roberto Kovac með boltann í leiknum gegn Íslandi í gær. MYND/FIBA.BASKETBALL

Einu Íslendingarnir sem gátu aðeins glaðst yfir leik Sviss og Íslands í forkeppni undankeppni EM 2021 í körfubolta karla í gær voru stuðningsmenn ÍR.

Þeir höfðu væntanlega takmarkaða ánægju af því að sjá Ísland tapa, 109-85, en nýi leikmaðurinn þeirra, Roberto Kovac, átti allavega stórleik fyrir Sviss.

Kovac reyndist íslensku vörninni afar erfiður í leiknum. Hann skoraði 29 stig og var stigahæstur á vellinum. Kovac tók einnig þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Kovac hitti úr fjórum af fimm skotum sínum inni í teig og sex af 14 skotum utan hans. Skotnýting hans var 53%.

Leikurinn í gær var sá langbesti hjá Kovac í undankeppninni og ef marka má hann eiga ÍR-ingar gott í vændum í vetur.

Kovac skoraði 13 stig og gaf fimm stoðsendingar í fyrri leik Íslands og Sviss sem Íslendingar unnu, 83-82. Í forkeppni undankeppninnar var hann var með 14,1 stig að meðaltali í leik.

Kovac, sem er 29 ára, lék síðast með Lions de Genève í heimalandinu.

ÍR-ingar eru á fullu að safna liði fyrir átökin í vetur. Í gær kynntu þeir nýjan Bandaríkjamann, leikstjórnandann Evan Singletary, til leiks.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.