Pedersen: Hef ekki hugsað út í framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2019 20:03 Pedersen sagði að íslenska sóknin hefði hrokkið í baklás eftir því sem leið á leikinn. vísir/bára Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15