Árið fyrirtaks sveppaár Davíð Stefánsson skrifar 13. ágúst 2019 07:15 Í íslenskri náttúru má finna fjölmarga matsveppi. Þessir eru þó útlenskir. Getty/ -Peter Schell „Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00 Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
„Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira