Fékk grátandi Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Bianca Andreescu talar við Serenu Williams. Getty/Vaughn Ridley Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019 Tennis Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019
Tennis Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira