Íslenski hópurinn þrettán sinnum á palli í Helsinki Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 06:00 Verðlaunahafar ásamt þjálfurum, frá vinstri: Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata; Eydís, Aron Bjarkason, Tómas, Oddný, Aron Huynh, Þórður, Samuel, Ólafur, Viktoría, og Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite. Á myndina vantar Kristjönu. KAÍ Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu. Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla. Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir. Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Verðlaunahafar voru eftirfarandi.Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata. Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumite Íþróttir Karate Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu. Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla. Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir. Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Verðlaunahafar voru eftirfarandi.Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata. Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumite
Íþróttir Karate Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira