Fannst látinn morguninn eftir fyrsta leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 09:30 Archie Bruce Mynd/Twitter/Batley Bulldogs RLFC Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019 Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019
Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira