Sport

Fyrrum NFL-stjarna lést í mótorhjólaslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benson í búningi Bengals. Þar átti hann sín bestu ár.
Benson í búningi Bengals. Þar átti hann sín bestu ár. vísir/getty
Cedric Benson, sem var valinn fjórði í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2005, lést um nýliðna helgi. Hann var 36 ára að aldri.

Benson var að ferðast á mótorhjóli sínu er hann lenti í árekstri sem varð honum að bana. Hann var með farþega á hjólinu sem lést einnig.

Chicago Bears valdi hann fjórða í nýliðvalinu 2005 og þar lék hann í þrjú ár áður en hann fór yfir til Cincinnati Bengals. Þar átti hann sín bestu ár og þrjú ár í röð hljóp Benson yfir 1.000 jarda á tímablinu fyrir Bengals.

Hann fór svo yfir til Green Bay Packers árið 2012. Þar meiddist hann illa og spilaði ekki aftur í NFL-deildinni. Hann endaði því ferilinn með rúma 6.000 jarda og 32 snertimörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×