Sport

Fyrrum NFL-stjarna lést í mótorhjólaslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benson í búningi Bengals. Þar átti hann sín bestu ár.
Benson í búningi Bengals. Þar átti hann sín bestu ár. vísir/getty

Cedric Benson, sem var valinn fjórði í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2005, lést um nýliðna helgi. Hann var 36 ára að aldri.

Benson var að ferðast á mótorhjóli sínu er hann lenti í árekstri sem varð honum að bana. Hann var með farþega á hjólinu sem lést einnig.

Chicago Bears valdi hann fjórða í nýliðvalinu 2005 og þar lék hann í þrjú ár áður en hann fór yfir til Cincinnati Bengals. Þar átti hann sín bestu ár og þrjú ár í röð hljóp Benson yfir 1.000 jarda á tímablinu fyrir Bengals.

Hann fór svo yfir til Green Bay Packers árið 2012. Þar meiddist hann illa og spilaði ekki aftur í NFL-deildinni. Hann endaði því ferilinn með rúma 6.000 jarda og 32 snertimörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.