Félag eldri borgara kaupir íbúðir tveggja kaupenda sem ákváðu að fara í mál við félagið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2019 18:29 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13
Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent