Hefur áhyggjur af rassasvita liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 15:00 Kirk Cousins í leik með Minnesota Vikings. Getty/Steven Ryan/ Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins. NFL Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins.
NFL Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira