Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við talsmann hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð sem segir að stór hluti vegaframkvæmda sem gera eigi í tengslum við Hvalárvirkjun sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Umhverfisverndarsinni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar íhuga að fara á svæðið og mótmæla framkvæmdum.

Þá fjöllum við um ástandið í deilu Breta og Írana eftir að þeir síðarnefndu hertóku olíuflutningaskip í minni Persaflóa í gær.

Við segjum ykkur einnig frá ófremdarástandi hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárskorts en lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti segir kerfið halda fólki í gíslingu vegna þeirrar löngu biðar sem hefur skapast á úrvinnslu mála hjá fjölskyldusviði.

Við kíkjum einnig á götubitahátíð sem haldin var í fyrsta skipti hér á landi í dag.

Þetta og meira til í kvöldfréttum, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.