Sport

Erna Sóley náði bronsinu í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bronsinu fagnað
Bronsinu fagnað Facebook/Frjálsíþróttasamband Íslands

Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 3.sæti í kúluvarpi á EM U20 í frjálsum íþróttum sem fram hefur farið í Boras í Svíþjóð undanfarna daga.

Erna Sóley kastaði 15,65 metra í sínu síðasta kasti, í sjöttu umferð, og skilaði það henni bronsverðlaunum. Hún var í fjórða sæti fram að síðasta kastinu.

Hin hollenska Jorinde van Klinken vann með þónokkrum yfirburðum en hún kastaði 17,39 metra í fyrsta kasti. Önnur varð Pinar Akyal frá Tyrklandi með kast upp á 16,19 metra. Besta kast Ernu er 16,13 metrar.

Valdimar Hjalti Erlendsson var sömuleiðis á meðal keppenda í úrslitum í kringlukasti karla í morgun en hann hafnaði í tólfta og neðsta sæti með kast upp á 55,75 metra en sigurvegari var Yasiel Sotero frá Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.