Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2019 20:15 Ljóst er að margir Evrópubúar muni þurfa að kæla sig niður með ýmsum skapandi leiðum í komandi viku. Getty/SOPA Images Spáð er að hiti nái allt að 38 stigum í borgunum Madríd, Lyon og París á næstu dögum. Í öðrum borgum á borð við Lundúnir, Brussel, Amsterdam, Frankfurt, Berlín, Munchen og Mílan er því spáð að hiti geti farið yfir 32 stig. Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. Evrópa á von á stærðarinnar hitabylgju í komandi viku þegar vindakerfi mun draga heitt loft frá Norður-Afríku og Spáni þvert yfir Evrópu. Talið er að þetta leiði til langvarandi hitabylgju og að hitastig muni sums staðar ná hættulegum hæðum í fimm daga eða lengur. Hitabylgjan kemur minna en mánuði eftir að söguleg hitabylgja gekk yfir hluta Evrópu í lok júní. Þá féll allsherjar hitamet í Frakklandi og júní hitamet í Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pólandi, Litáen, Tékklandi og Slóvakíu. Því er spáð að komandi hitabylgja muni að mörgu leyti svipa til þeirrar síðustu. Einnig er talið að hiti muni sums staðar ekki ná að fara niður fyrir 21 stig að næturlagi. Slíkt myndi auka áhættuna á hitatengdum veikindum meðal aldraðra og ungmenna, þar sem byggingar myndu ekki ná að kólna fyllilega áður en sterk sólin rís upp að nýju. Vonast er til að kaldara loft fari að berast aftur yfir Evrópu seint í þessari viku. Veður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Spáð er að hiti nái allt að 38 stigum í borgunum Madríd, Lyon og París á næstu dögum. Í öðrum borgum á borð við Lundúnir, Brussel, Amsterdam, Frankfurt, Berlín, Munchen og Mílan er því spáð að hiti geti farið yfir 32 stig. Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. Evrópa á von á stærðarinnar hitabylgju í komandi viku þegar vindakerfi mun draga heitt loft frá Norður-Afríku og Spáni þvert yfir Evrópu. Talið er að þetta leiði til langvarandi hitabylgju og að hitastig muni sums staðar ná hættulegum hæðum í fimm daga eða lengur. Hitabylgjan kemur minna en mánuði eftir að söguleg hitabylgja gekk yfir hluta Evrópu í lok júní. Þá féll allsherjar hitamet í Frakklandi og júní hitamet í Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pólandi, Litáen, Tékklandi og Slóvakíu. Því er spáð að komandi hitabylgja muni að mörgu leyti svipa til þeirrar síðustu. Einnig er talið að hiti muni sums staðar ekki ná að fara niður fyrir 21 stig að næturlagi. Slíkt myndi auka áhættuna á hitatengdum veikindum meðal aldraðra og ungmenna, þar sem byggingar myndu ekki ná að kólna fyllilega áður en sterk sólin rís upp að nýju. Vonast er til að kaldara loft fari að berast aftur yfir Evrópu seint í þessari viku.
Veður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira