Sport

Joshua skorast ekki undan og mætir Ruiz öðru sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigur Ruiz á Joshua er talinn einn sá óvæntasti í sögu þungavigtarinnar.
Sigur Ruiz á Joshua er talinn einn sá óvæntasti í sögu þungavigtarinnar. vísir/getty
Eddie Hearn, umboðsmaður hnefaleikakappans Anthonys Joshua, segir ekkert til í þeim sögusögnum að skjólstæðingur hans hafi hafnað því að mæta Andy Ruiz Jr. öðru sinni.Ruiz bar sigurorð af Joshua þegar þeir mættust í titilbardaga í þungavigt 1. júní síðastliðinn. Þetta var fyrsta tap Joshuas á ferlinum og að marga mati ein óvæntustu úrslit í sögu þungavigtarinnar.Allt frá sigri Ruiz á Joshua hefur verið rætt um annan bardaga milli þeirra. Hann hefur þó enn ekki verið staðfestur og það hefur kynnt undir sögusagnir þess efnis að Joshua vilji ekki mæta Ruiz strax aftur.Hearn blés á þær sögusagnir í viðtali við BBC. Hann sagði að Joshua myndi ekki taka einn bardaga áður en hann mætti Ruiz aftur.„Það er ekki einu sinni til umræðu, að þeir mætist ekki aftur. Þessi bardagi fer fram,“ sagði Hearn.Að hans sögn er líklegast að annar bardagi þeirra Joshua og Ruiz fari fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff, þjóðarleikvangi Wales, 14. desember næstkomandi. Einnig hefur verið rætt um að bardaginn færi fram í Madison Square Garden í New York 29. nóvember.Joshua hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á að mæta Ruiz í Madison Square Garden, þrátt fyrir að hann hafi tapað fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.

Tengd skjöl

BoxFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.