Lífið

Kenísku fótboltastrákarnir kepptu við KR á Rey Cup

Sylvía Hall skrifar
Strákarnir sýndu flotta takta á vellinum.
Strákarnir sýndu flotta takta á vellinum. Vísir/Vilhelm
Kenísku fótboltastrákarnir frá Got Agulu í Kenía kepptu á móti drengjaflokki KR á Rey Cup mótinu í Laugardalnum í dag, en leikurinn fór 4-2 fyrir KR.

Fjöldi Íslendinga, innan knattspyrnuheimsins jafnt sem utan, lögðust á eitt til þess að koma krökkunum hingað til lands. Á aðeins þremur dögum tókst að safna ríglega þremur milljónum til þess að koma liðinu til landsins og greiða fyrir uppihald og ferðakostnað.

Sjá einnig: Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð

Forsprakki verkefnisins er Paul Ramses sem ásamt eiginkonu sinni Rosmary Atieno stofnaði góðgerðafélagið Tears Children and Youth Aid sem rekur skóla, leikskóla og fótboltaliðið í Got Agulu. Liðið heitir Verslo en börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía.

Hér að neðan má sjá myndir frá leik liðanna.

Fréttin var uppfærð með úrslitum leiksins.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×