Lífið

Kenísku fótboltastrákarnir kepptu við KR á Rey Cup

Sylvía Hall skrifar
Strákarnir sýndu flotta takta á vellinum.
Strákarnir sýndu flotta takta á vellinum. Vísir/Vilhelm

Kenísku fótboltastrákarnir frá Got Agulu í Kenía kepptu á móti drengjaflokki KR á Rey Cup mótinu í Laugardalnum í dag, en leikurinn fór 4-2 fyrir KR.

Fjöldi Íslendinga, innan knattspyrnuheimsins jafnt sem utan, lögðust á eitt til þess að koma krökkunum hingað til lands. Á aðeins þremur dögum tókst að safna ríglega þremur milljónum til þess að koma liðinu til landsins og greiða fyrir uppihald og ferðakostnað.

Sjá einnig: Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð

Forsprakki verkefnisins er Paul Ramses sem ásamt eiginkonu sinni Rosmary Atieno stofnaði góðgerðafélagið Tears Children and Youth Aid sem rekur skóla, leikskóla og fótboltaliðið í Got Agulu. Liðið heitir Verslo en börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía.

Hér að neðan má sjá myndir frá leik liðanna.

Fréttin var uppfærð með úrslitum leiksins.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.