Lífið

Keníska fótboltaliðið skemmti sér konunglega með Magga Kjartans

Andri Eysteinsson skrifar
Líf og fjör með Magga Kjartans við píanóið.
Líf og fjör með Magga Kjartans við píanóið. Facebook/ Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup
Blásið var til tónlistarveislu í Grímsnesinu í gær þegar að fótboltakrakkarnir kenísku fengu heimboð frá tónlistarmanninum Magnúsi Jóni Kjartanssyni, best þekktum sem Magga Kjartans.Krakkarnir eru staddir hér á landi til þess að keppa á knattspyrnumótinu Rey Cup sem fram fer í Laugardalnum seinna í mánuðinum. Fjöldi Íslendinga, innan knattspyrnuheimsins jafnt sem utan hafa lagst á eitt til þess að koma krökkunum hingað til lands en forsprakki verkefnisins er Paul Ramses sem ásamt eiginkonu sinni Rosmary Atieno stofnaði góðgerðafélagið Tears Children and Youth Aid sem rekur skóla, leikskóla og fótboltaliðið í Got Agulu.

Hópurinn kom til landsins 6. Júlí síðastliðinn og nýtur nú lífsins á Íslandi og er nóg að gera. Knattspyrnuleikir, heimsókn til forseta og nú í gær ferð upp á Sólheimajökul. Eftir jöklagönguna var þeim boðið eins og áður segir til Magga Kjartans í Grímsnesinu þar sem við tók pylsu- og tónlistarveisla.Ljóst er af myndböndum að dæma að mikið stuð ríkti, trommusláttur og píanó og bros allan hringinn.Sjá má myndband úr veislunni í færslunni hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum

Fjórtán kenískir drengir stefna á þátttöku í fótboltamóti á Íslandi í sumar. Fótboltinn gefur þeim aukið tækifæri í lífinu og þeir eru þakklátir Íslendingum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.