Sport

NFL stjarna hoppaði yfir illvíg naut í Pamplona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh Norman er mikil týpa.
Josh Norman er mikil týpa. Getty/Will Newton
Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár.Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna.Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist.NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga.Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti.Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan.Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.