Innlent

Þrír í gæslu­varð­haldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af kristölluðu met­am­feta­míni

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þrír eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Það er líklega mesta magn metamfetamíns sem haldlagt hefur verið í einu hér á landi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að mögulega séu merki um að neysla metamfetamíns sé að færast í vöxt en fíkniefnið er eitt það skaðlegasta sem er í umferð.Mennirnir, sem eru íslenskir ríkisborgarar, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þann 28. júní grunaðir um að hafa smyglað inn um 2 kílóum af metamfetamíni til landsins. Þeir komu frá Kanada og í farangri þeirra fundust styttur sem innihéldu pakkningar af efninu. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum. Um er að ræða hreint kristallað metamfetamín. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu.Metamfetamín er sterkara og hættulegra en amfetamín, en í gegnum árin hefur neysla amfetamíns verið heldur mikil hér á landi.„Það er áhyggjuefni að það skuli vera þetta mikið magn af metamfetamíni. Það vekur upp hugsanir um það að það þurfi að skoða það alveg sérstaklega, einkarlega með tilliti til þess hvort það sé að færast í aukana að það sé verið að flytja inn metamfetamín,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að henni miði vel.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.