Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júlí 2019 21:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels